Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennismaðurinn Guðmundur Hafsteinsson látinn

Borðtennismaðurinn Guðmundur Hafsteinsson lést á ferðalagi í Kambódíu þann 5. september sl. og var jarðarför hans nú fyrr í dag.

Guðmundur sett skemmtilegan svip á þau mót sem hann tók þátt í.  Alltaf brosandi og afar hjálpsamur. Var hann alltaf tilbúinn til að dæma leiki og kölluðu hann margir Gumma dómara.  Knús hans voru víðfræg og minnast þeir sem ólust upp í íþróttinni sérstaklega eftir þeim en hann var hvers manns hugljúfi.

Myndin hér að ofan er af Guðmundi (á vinstri hönd) á leið á Evrópuleika Special Olympics í Varsjá árið 2010 þar sem hann keppti fyrir Íslands hönd.

 

Borðtennissamband Íslands vottar fjölskyldu og aðstandendum Guðmundar samúð sína.  Minning um góðan  dreng lifir.

Aðrar fréttir