Magnús Kristinn Magnússon borðtennismaður var útnefndur Íþróttamaður Víkings 2017.

Borðtennismenn hafa margir gert gott mót með félagsliðum sínum á árinu 2017.  Magnús Kristinn hefur um langt árabil verið einn besti borðtennismaður landsins og góð fyrirmynd fyrir aðra í íþróttinni.   Á árinu varð hann Íslandsmeistari í einliðaleik karla og bikarmeistari með Víkingsliðinu. Þá sigraði Magnús fjölmörg stigamót á vegum Borðtennissambandsins á árinu.

Aðrir sem voru tilnefndir eru:

  • Halldór Smári Sigurðsson, knattspyrna
  • Birgir Már Birgisson, handknattleikur
  • Egill Sigurðsson, tennis
  • Jón Gunnar Guðmundsson, skíði

Tags

Related