Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennismenn halda til Finnlands

Í þessum skrifuðu orðum eru þeir Ingi Darvis Rodriguez, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson og Magnús Gauti Úlfarsson á leið á Finlandia Open sem fer fram dagana 2-5. desember rétt fyrir utan Helsinkiborg. Magnús og Ingi munu láta reyna á getu sína sem fulltrúar BTÍ í U21-flokki og opnum flokki karla. Jóhannes mun hins vegar dæma á mótinu. Þetta er hans fyrsta verkefni sem alþjóðadómari ITTF.

Borðtennissamband Íslands óskar þeim öllum góðs gengis á mótinu. Í ár er metfjöldi þátttakenda á mótinu.

Aðrar fréttir