Borðtennismót á Kirkjubæjarklaustri og í Suðursveit
Eins og áður var auglýst í dagatali BTÍ verða borðtenniskyningar (í fyrsta sinn á vegum BTÍ) í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri hjá Ungmennafélaginu Ás laugardaginn 12. apríl og að Hrolllaugsstöðum í Suðursveit hjá Ungmennafélaginu Vísi sunnudaginn 13. apríl nk. Sem hluti af þeim kynningum mun BTÍ bjóða upp á mót á báðum stöðum þar sem keppt verður í opnum fullorðinsflokki annars vegar og ungmennaflokki U18 ára (fædd 2007 og síðar) hins vegar.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppt verður í riðlum og fara efstu tveir leikmennirnir úr hverjum riðli og keppa í einföldum útslætti (ef fleiri en einn riðill er í flokki). Raðað verður í riðla samkvæmt styrkleikalista, sbr. 17. gr. keppnisreglna BTÍ og mótin gilda til stiga á styrkleikalistanum. Leikmaður þarf að vinna 3 lotur til að vinna viðureignina, bæði í riðlunum og í útsláttarkeppninni. Lágmarksfjöldi þátttakenda í flokki er 3 og verða flokkarnir tveir sameinaðir verði þátttaka minni í öðrum flokknum eða báðum.
Dagskrá á Kirkjubæjarklaustri:
11:30-13:00 opin borðtennisæfing
Hádegishlé
13:50-14:00 skráning á mótið
14:00 keppni hefst í opnum flokki og U18 flokki
Dagskrá í Suðursveit:
10:00-11:30 opin borðtennisæfing
Hádegishlé
12:20-12:30 skráning á mótið
12:30 keppni hefst í opnum flokki og U18 flokki
Leikið verður með hvítum Stiga 3 stjörnu kúlum og verða veittar medalíur sem verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Dregið verður í mótið á mótsstað tíu mínútum fyrir keppni. Skráning fer fram á staðnum og er þátttaka ókeypis.
Mótsstjóri og yfirdómari er Auður Tinna Aðalbjarnardóttir.
Viðburðirnir hafa þegar verið auglýstir af hálfu félaganna