Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisnámskeið á Egilsstöðum

Um helgina fór fram borðtennisnámskeið á Egilstöðum á vegum Ungmennafélagsins Þrists.
Um 20 krakkar víðs vegar af Héraði mættu til leiks og lærðu undirstöðuatriði borðtennisíþróttarinnar undir handleiðslu Bjarna Þ. Bjarnasonar þjálfara hjá HK og BR.

Auk grunnkennslu voru haldin mót bæði í einliða- og tvíliðaleik og létu iðkendur vel af.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af námskeiðinu og segja má að krakkarnir á Héraði hugsi í lausnum þegar kemur að skorti á borðtennisborðum, því þá einfaldlega búa þau borðin til úr ráðstefnuborðum og sóttvarnarbúnaði.

Frétt og myndir frá Bjarna Þ. Bjarnasyni.

Aðrar fréttir