Borðtennisstelpur frá sjö félögum á Stelpufjöri á Selfossi
Laugardaginn 22. febrúar var annar viðburðurinn með heitinu Stelpufjör fyrir borðtennisstelpur. Að þessu sinni var hist í Stekkjaskóla á Selfossi.
Umsjón með samkomunni höfðu þær Aldís Rún Lárusdóttir, Guðrún G Björnsdóttir og Halldóra Ólafs.
Alls mættu 14 stelpur og komu þær frá sjö félögum. Þátttakendur voru á mismunandi getustigi, frá því að vera að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og upp í að vera í unglingalandsliðshóp. Dagskráin var fjölbreytt og samanstóð af hringborðtennis, kúluæfingum, tvíliðaleik, smassæfingu, blásuborðtennis auk hefðbundinna borðtennisæfinga.
Að loknum borðtennisæfingum var haldið á pizzuhlaðborð á Kaffi Krús þar sem vel var tekið á móti hópnum.
Myndir m.a. frá Aldísi Rún Lárusdóttur og Halldóru Ólafs.
Uppfært 25.2.