Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borgar Haug norskur meistari í drengjaflokki

Hinn hálf-íslenski Borgar Haug, varð norskur meistari í sínum aldursflokki ára á norska unglingameistaramótinu um síðustu helgi. Borgar, sem er í 6. sæti á styrkleikalista drengja í sínum aldursflokki í Noregi, sigraði stigahæsta leikmanninn, Fredrik Meringdal, í úrslitaleik.

Borgar lék sem gestur á Arctic mótinu í Reykjavík sumarið 2013 og sigraði þá í flokki 13 ára og yngri.

Myndin af Borgari að fagna meistaratitlinum er fengin af vefsíðu norska borðtennissambandsins.

 

ÁMU (uppfært 29.2.)

Aðrar fréttir