Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BR-A sigraði í 3. deild

A-lið BR sigraði B-lið BR 3-0 í úrslitaleik í 3. deild karla. Leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. A-ið BR mun því leika í 2. deild á næsta keppnistímabili. Þetta var í fyrsta skipti sem BR tekur þátt í deildarkeppni BTÍ, enda var félagið stofnað árið 2021. Jafnframt var þetta í fyrsta skipti sem keppt er í 3. deild í borðtennis.

B-lið BR leikur við A-lið Samherja í leik um sæti í 2. deild á næsta ári. Ekki er komin tímasetning á þann leik.

Leikmenn sem léku með BR-A í vetur voru Abbas Rahman Abdullah, Damian Kossakowski, Marcin Dobrenko, Mateusz Sylwester Marcykiewicz og Piotr Herman. Liðið tapaði aðeins einum leik í vetur, en það var gegn BR-B í 1. umferð suðvesturriðils.

Þeir sem léku úrslitaleikinn fyrir BR-A voru Damian, Mateusz og Piotr. Þeir sem léku fyrir BR-B voru Grzegorz Rucinski, Michał May-Majewski og Piotr Brys.

Leikskýrslu frá leiknum má sjá í viðhengi.

Aðrar fréttir