Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BR-A vann HK-C í 2. deild

BR-A tók á móti HK-C í frestuðum leik í 2. deild karla, sem var leikinn 16. febrúar í Reykjanesbæ. BR-A fór með sigur af hólmi í jöfnum leik, sem lauk 6-3.

Eftirtaldir leikir eru eftir í deildinni:

21.2. HK-C – BR-B, leikið í Reykjanesbæ
22.2. HK-C – KR-B, leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla
24.3. Akur – KR-B, leikið á Akureyri

Staðan í deildinni er sú að HK-B er efst með 17 stig og hefur lokið keppni. KR-B hefur 13 stig eftir 8 leiki og getur því náð HK-B að stigum. Vinningshlutfall HK-B er þó betra en hjá KR-B og því lítur út fyrir að HK-B sigri í deildinni.
Það er ljóst að BR-B fellur niður í 3. deild en liðið er án stiga og á einn leik eftir. Liðið getur því ekki náð næstneðsta liðinu að stigum.

Hér má sjá stöðuna í deildinni: https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=15BEB152-CFD0-4FD9-ABE7-1B6B26F578A4&draw=7

Forsíðumynd af liðunum sem tóku þátt í leiknum 16.2.

Aðrar fréttir