BR-B, HK-D, Selfoss og Víkingur-C leika til úrslita í 3. deild
Síðustu leikirnir í 3. deild karla voru leiknir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 9. febrúar. Þá varð ljóst hvaða fjögur lið leika til úrslita um sæti í 2. deild á næsta keppnistímabili en það eru Víkingur-C og BR-B úr A-riðli og HK-D og Umf. Selfoss úr B-riðli.
Lið Víkings-C varð efst í A-riðli með 14 stig og í 2. sæti varð BR-B með 11 stig, en þessi lið mættust einmitt í lokaumferðinni. KR-F lauk keppni með 8 stig, HK-C fékk 7 stig og Garpur fékk ekkert stig.
Í B-riðli varð Umf. Selfoss efst með 14 stig og HK-D í 2. sæti með 13 stig. KR-D lauk keppni með 9 stig og KR-E með 4 stig. Lið Akurs var skráð í þennan riðil en dró lið sitt úr keppni áður en keppni hófst í september sl.
Undanúrslit í karladeildunum verða leikin 29. mars og úrslitin 5. apríl. Í undanúrslitum mætast annars vegar Víkingur-C og HK-D og hins vegar Umf. Selfoss og BR-B.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
A-riðill
Víkingur-C – KR-F 6-2
HK-C – BR-B 0-6
BR-B – Víkingur-C 4-6
KR-F – Garpur 6-0
B-riðill
KR-E – Akur 6-0 (Akur dró lið sitt úr keppni)
KR-D – Selfoss 3-6
Selfoss – KR-E 6-0
Akur – HK-D 0-6 (Akur dró lið sitt úr keppni)
Forsíðumynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og mynd af HK-D frá HK.
Uppfært 10.2.