bti

Á stjórnarfundi BTÍ þann 12. desember 2016 voru gerðar breytingar á reglugerð BTÍ um flokkakeppni. Breytingar þessar eru aðgengilegar hér.

Þessar breytingar eru einnig aðgengilegar undir „Um BTÍ“>„Lög/reglugerðir“.

Uppfærð hafa verið reglugerðarákvæði í samræmi við gildandi framkvæmd og nokkrar eftirtektarverðar breytingar gerðar á umgjörðinni. Þessar breytingar taka gildi þann 1. júlí 2017. Reglugerðin verður aftur endurskoðuð á vormánuðum að teknu tilliti til ábendinga sem kunna að berast á netfangið bordtennis@bordtennis.is.

Stjórn BTÍ fer þess á leit við aðildarfélög sín að þau sendi formanni mótanefndar, Hlöðveri Steina Hlöðverssyni (hlodver@bordtennis.is) uppfærða skrá yfir liðsmenn einstakra liða (og þá einnig varamanna) fyrir 1. janúar 2017.

Umgjörð og skipulag keppni á vegum BTÍ þarf að vera skýr. Með breytingum þessum er leitast við að tryggja að ekki verði ágreiningur um skipan liða og önnur atriði er varða umgjörðina meðan á keppnistímabili stendur.

 

– Stjórn BTÍ –