Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Breyting á Reglugerð um flokkakeppni BTÍ. Frestun leikja

Á stjórnarfundi BTÍ þann 8. nóvember sl. var gerð breyting á 13. gr. reglugerðar um flokkakeppni BTÍ.  Er breytingin til komin vegna frestana á leikjum í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla, sem allt of mikið hefur verið af nú á þessu keppnistímabili.  Frestun á leik er neyðarúrræði sem aðeins á við í undantekningartilvikum.  Að veita slaka hvað þetta varðar hefur einfaldlega alls ekki reynst vel og er mál að linni.  Unnið er að uppfærslu reglugerða BTÍ og verða þær birtar á vef BTÍ þegar þeirri vinnu er lokið.

Aðrar fréttir