Breyting á reglugerðum BTÍ
Tvær reglugerðir BTÍ hafa verið uppfærðar. Keppnisreglum BTÍ var breytt á þann hátt að nú gefst þátttakendum í barna- og unglingaflokkum færi á að taka þátt í fleiri en einum aldursflokki á sama móti, þó ekki á Íslandsmótum. Breytingarnar voru gerðar með það fyrir augum að auðvelda áhugasömum leikmönnum að fá fleiri keppnisleiki án þess að það valdi töf á mótum.
Reglugerð um Grand-Prix mót breyttist þannig að keppnisfyrirkomulag var gefið frjálst svo ekki er lengur gerð krafa um að keppt sé með einföldum útslætti. Sömuleiðis voru kvaðir um vallarstærð og tímasetningu leikja afnumdar. Vonin er sú að Grand-Prix mótin muni stækka í sniðum og verða að fýsilegum kosti fyrir fleiri þátttakendur en þá sem spila þar nú þegar.
Nýjustu útgáfur reglugerðanna má sjá undir flipanum Um BTÍ -> Lög/reglugerðir.
-Stjórn BTÍ