Breytingar á mótaskrá
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á mótaskránni, frá upphaflegri skrá:
Flokkakeppni unglinga verður haldin í sal BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu en ekki að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit 7.-8. mars.
Styrkleikamót ÍFR verður flutt frá 14. mars fram til 9. maí þar sem Íslandsmót fatlaðra verður haldið 14. mars.
Úrslitaleikurinn í Raflandsdeildinni hefur verið færður frá 25. apríl til 2. maí, þar sem fyrirhugað er að landsliðið taki þátt í undankeppni Evrópumótsins síðustu helgina í apríl.