Breytingar á mótaskrá
Áfram er verið að vinna úr frestunum vetrarins og eins og staðan er í dag þá er stefnt á að halda Íslandsmót unglinga helgina 8.-9. maí í TBR húsinu en á móti fellur þá niður áður auglýst skólamót Víkings. Einnig er stefnt á að úrslitakeppni 2. deildar fari fram laugardaginn 15. maí á Akureyri eins og til stóð.
Stjórn Dímonar hefur ákveðið að fella niður mót sem
fyrirhugað var að halda á Hvolsvelli sumardaginn fyrsta.
Gert er ráð fyrir að önnur mót haldi sér á áður auglýstum tíma en sem fyrr getur verið nauðsynlegt að bregðast við ef aðstæður krefjast þess. Undanúrslit Keldudeildar munu líklega fara fram í íþróttahúsi Hagaskóla en úrslit verða í íþróttahúsinu við Strandgötu.