Breytingar á mótaskrá í apríl
Mótanefnd hefur gert nokkrar breytingar á mótaskrá vorsins vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Undanúrslit í öllum deildum karla fara fram laugardaginn 22. apríl og úrslit í öllum deildum laugardaginn 29. apríl. Keppt verður í Hagaskóla í umsjón KR.
Hjálmarsmótið fer fram sunnudaginn 2. apríl. Styrkleikamót Víkings hefur verið fært til laugardagsins 1. apríl en á móti fellur niður unglingamót Víkings sem var fyrirhugað á þeim degi.
Unglingamót HK sem var dagsett 15. apríl verður mögulega frestað eða fellt niður þar sem unglinglandslið Íslands verða við keppni á móti í Osló á þeirri helgi.
Mynd: Íslandsmeistarar KR 2022