Föstudaginn 31. ágúst nk. kemur til landsins á vegum  ETTU/ITTF  sænski ofurþjálfarinn Emanuel Christiansson.

Það sem Emanuel hefur m.a. tekið sér fyrir hendur:
–  Annast menntun þjálfara í Svíþjóð f.h. sænska borðtennissambandsins (núverandi starf).
–  Mótstjóri á heimsmeistaramóti yfir 40 ára í Stokkhólmi Svíþjóð júní 2012.
–  Þjálfaranámskeið í Suður Ameríku (El Salvador, Venezuela og víðar), Suður Afríku, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Grikklandi, Tahiti, Bahrain og víðar.
–  Landsliðþjálfari Finna.