BTÍ hefur ráðið starfskraft
Stjórn BTÍ hefur gengið frá ráðningu Valdimars Leós Friðrikssonar í starf skrifstofustjóra. Valdimar er ráðinn í hlutastarf og hefur þegar hafið störf. Valdimar mun sinna ýmsum verkefnum fyrir stjórn og nefndir sambandsins. Hægt er að ná í Valdimar í [email protected]
Valdimar hefur gegnt ýmsum stöðum innan íþróttahreyfingarinnar, meðal annars var hann formaður UMSK í 20 ár, var framkvæmdastjóri Aftureldingar, sat í stjórn Afrekssjóðs og situr í stjórn ÍSÍ.
Stjórnin er gríðarlega spennt á þessum tímamótum og vonar að ráðningin eigi eftir að lyfta starfi sambandsins upp, auka slagkraft hreyfingarinnar og vonandi lyfta íþróttinni á hærri stall en verið hefur.
Ráðgert er að vera með fasta tíma þar sem skrifstofa BTÍ verður opin og verður opnunartími auglýstur á nýju ári.