BTÍ leitar að verkefnastjóra
Borðtennissamband Íslands auglýsir eftir skipulögðum verkefnastjóra með góða samskipta- og tölvufærni sem geti aðstoðað við ferða- og gistibókanir og önnur tilfallandi verkefni fyrir BTÍ. Um er að ræða u.þ.b. 25% starf eða þar um bil, samkvæmt samkomulagi.
Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á [email protected] fyrir 2. júní kl. 12:00 að íslenskum tíma og taka fram hvaða reynslu umsækjandi hafi af sambærilegum verkefnum.
Borðtennissamband Íslands þakkar Gesti Gunnarssyni fyrir góð störf síðasta hálfa árið, en hann hefur lokið starfi sínu eftir að hafa komist inn í spennandi nám.