Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Búið að draga í riðla í liðakeppni EM unglinga

Björn Gunnarsson á Arctic mótinu um síðustu helgi (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Íslensku unglingalandsliðin halda til Ostrava í Tékklandi á fimmtudaginn þar sem þau taka þátt í EM unglinga í borðtennis. Mótið fer fram 12.-21. júlí. Ísland sendi síðast lið á EM unglinga árið 2008 og sendir núna þrjú lið í liðakeppni. 

Í frétt frá 28. maí sl. má sjá hvaða unglingar voru valdir í ferðina. Emil Ohlson og Jóhann Emil Bjarnason gefa ekki kost á sér í ferðina en Björn Gunnarsson úr  HK kemur inn í drengjaliðið í þeirra stað.

ÁMU

Aðrar fréttir