Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Coca Cola stigamótið í borðtennis

Sigurvegarar í meistaraflokki karla.

Coca Cola stigamótið í borðtennis fór fram í Íþróttahúsi TBR laugardaginn 17. mars 2012.  Í meistaraflokki karla léku til úrslita Daði Freyr Guðmundsson (Víkingi) gegn Davíð Teitssyni (Víkingi).  Leikar fóru þannig að Daði Freyr sigraði 3-1 (8-11, 11-4, 11-9 og 11-6).


Í Meistarflokki kvenna sigraði síðan Magnea Ólafs (Víkingi) Kolfinnu Bjarnadóttur (HK) í úrslitum 3-0.

Í 1. flokki karla sigraði Hlöðver Hlöðversson (KR) Jóhannes Bjarka  Tómasson (KR) 3-2.  Átti Hlöðver frábært mót og spilaði vel en hann var einnig í 3-4 sæti í Meistaraflokki.

Í 2. flokki karla sigraði hinn 76 ára snillingur Sigurður Herlufsen (Víkingi) Íslandsmeistara unglinga 14-15 ára Magnús Hjartarsson (Víkingi) í úrslitaleik 3-1.

Sjaldan hefur verið eins mikill aldursmunur á verðlaunahöfum á borðtennismóti, því Kári Ármannsson, 10 ára fyrrverandi Íslandsmeistari í flokki hnokka 11 ára og yngri, fékk bronsverðlaun.

 

Í 2. flokki kvenna sigraði Anna Benediktsdóttir (KR) Ólöfu Sól Ólafsdóttur (KR), Íslandsmeistara táta 11 ára og yngri.

Í eldri flokki karla sigraði Guðmundur Halldórsson (Fjölni) Hannes Guðrúnarson (KR).

II, ÁMU uppfærði 25.3.

Aðrar fréttir