Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Daði og Guðrún borðtennisfólk ársins

Daði Freyr Guðmundsson úr Víkingi og Guðrún G Björnsdóttir úr KR eru borðtenniskarl og borðtenniskona ársins 2015. Tilkynnt var um kjörið 30. desember um leið og kjöri íþróttamanns ársins 2015 var lýst. Þetta er í fyrsta skipti sem Daði hlýtur þennan titil en Guðrún hefur einu sinni áður verið borðtenniskona ársins, fyrir nokkrum árum síðan.

Skv. upplýsingum af Facebook síðu Daða var hann valinn borðtennismaður Víkings þetta ár. Skv. vef Víkings var hann einn af fimm, sem komu til greina sem íþróttamaður Víkings 2015.

Guðrún var valin borðtenniskona KR og íþróttakona KR bæði árin 2014 og 2015.

Til hamingju Daði og Guðrún!

 

ÁMU

 

Aðrar fréttir