Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Daði og Guðrún sigruðu á Grand Prix móti KR

Verðlaunahafar í karlaflokki (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).

Daði Freyr Guðmundsson úr Víkingi, og Guðrún G Björnsdóttir, KR sigruðu á Grand Prix móti KR, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla í dag.

Daði lagði Magnús K. Magnússon úr Víkingi 4-2 (14-16, 12-10, 5-11, 11-9, 14-12, 12-10) í vel leiknum úrslitaleik. Þetta er fyrsti leikurinn sem Magnús tapar fyrir Íslendingi síðan vorið 2013. Í undanúrslitum vann Daði Kára Mímisson úr KR 4-3 en Magnús sigraði Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi 4-1.

Guðrún sigraði Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR 4-2 (11-9, 9-11, 8-11, 11-8, 12-10, 11-8) í jöfnum úrslitaleik. Í undanúrslitum vann Guðrún Eyrúnu Elíasdóttur úr Víkingi 4-0 en Aldís vann Sigrúnu Ebbu Tómasdóttur úr KR 4-1.

Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi, sigraði í B-keppni karla og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, í B-keppni kvenna.

Þátttaka í mótinu var góð og komu keppendur frá BH, Fjölni, HK, KR og Víkingi. 
Verðlaun komu frá Decubal, Hamborgarabúllunni, Kaffi Vest og Lindu, auk verðlaunapeninga KR.

Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef mótsins á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=94F50547-C3A4-405E-959C-812A0F53D1EE .

ÁMU

Aðrar fréttir