Daði og Guðrún sigruðu á Lokamóti Grand Prix
Lokamót Grand Prix mótaraðar BTÍ 2015-2016 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 16. apríl 2016.
Í karlaflokki í undanúrslitum lék Daði Freyr Guðmundsson Víkingi gegn Csanád Forgács-Bálint HK þar sem Daði sigraði 4 – 0 (11-6, 12-10, 11-6, 11-6). Í hinum undanúrslitaleiknum lék Magnús Gauti Úlfarsson BH gegn Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni Víkingi þar sem Magnús Gauti sigraði 4 – 0 (11-9, 13-11, 11-7 og 12-10).
Úrslitaleikinn lék því Daði gegn Magnúsi Gauta þar sem Daði sigraði eftir skemmtilega viðureign 4 – 1 (9-11, 11-9, 12-10, 11-9 og 12-10).
Í kvennaflokki í undanúrslitum lék Aldís Rún Lárusdóttir KR gegn Stellu K. Kristjánsdóttur Víkingi, þar sem Aldís sigraði 4-0 (11-5, 11-2, 11-2 og 11-5). Í hinum undanúrslitaleiknum lék Guðrún G Björnsdóttir KR gegn Sigrúnu Tómasdóttur KR þar sem Guðrún sigraði 4 – 1 ( 14-12, 8-11, 12-10, 11-6 og 12-10).
Úrslitaleikinn lék því Guðrún gegn Aldísi. Um hörkuskemmtilegan og spennandi leik var að ræða þar sem Guðrún sigraði að lokum í oddalotu 4 – 3 (11-4, 11-9, 9-11, 11-4, 8-11, 6-11 og 12-10).
f.v. Aldís, Guðrún, Sigrún og Stella
Úrslit í kvennaflokki:
- Guðrún G Björnsdóttir KR
- Aldís Rún Lárusdóttir KR
3-4. Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingur
3-4. Sigrún Ebba Tómasdóttir KR
f.v. Magnús Gauti, Daði, Magnús Hjartarson og Csnad
Úrslit í karlaflokki:
- Daði Freyr Guðmundsson Víkingur
- Magnús Gauti Úlfarsson BH
3-4. Magnús Jóhann Hjartarson Víkingur
3-4. Csanád Forgács-Bálint HK
ÁMU – frétt frá Borðtennisdeild Víkings