Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Dagskrá fyrstu leikjahelgar í Raflandsdeildinni og 2. deild karla

Fyrsta leikjahelgi keppnistímabilsins í Raflandsdeildinni, þ.e. 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla verður í Íþróttahúsi Hagaskóla 29.-30. september. Tímaáætlun verður sem hér segir:

Laugardagur 29. september
Kl. 13.30 1. umferð í 1. deild kvenna og í A riðli 2. deildar karla
Kl. 15.30 2. umferð í 1. deild kvenna og í A riðli 2. deildar karla
Sunnudagur  30. september
Kl. 11.00 1. umferð í 1. deild karla og í B riðli 2. deildar karla
Kl. 13.30 2. umferð í 1. deild karla og í B riðli 2. deildar karla
Allar viðureignir verða leiknar á einu borði og seinni viðureignirnar verða ekki settar á stað fyrr en á auglýstum tíma, skv. tilmælum frá BTÍ.

Sjá má lista yfir liðin sem mætast á hægri spássíu síðunnar og hér, undir Raflandsdeildin umferðir 2018-2019, 2. deild Karla umferðir 2018-2019 og Leikmenn í einstökum liðum deilda 2018-2019.

 

ÁMU

Aðrar fréttir