Dagskrá lokamóts aldursflokkamótaraðarinnar 22. apríl
Lokamót Aldursflokkamótaraðar Borðtennissambands Íslands 2018 fer fram í TBR-Íþróttahúsinu 22. apríl 2018.
Dagskrá mótsins:
kl: 10:00 – Hnokkar 11 ára og yngri
kl: 10:00 – Tátur 11 ára og yngri
kl: 10:30 – Piltar 12-13 ára
kl: 10:30 – Telpur 12-13 ára
kl: 11:00 – Sveinar 14-15 ára
kl. 11:00 – Meyjar 14-15 ára
kl. 11:30 – Drengir 16-18 ára
kl. 11:30 – Stúlkur 16-18 ára
Keppnisfyrirkomulag er þannig að keppt verður með úrsláttarfyrirkomulagi. Leikið verður með Stiga 3ja stjörnu kúlum. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir fjögur efstu sætin í hverjum flokki
Yfirdómari: Árni Siemsen
Mótshaldari: Borðtennisdeild Víkings
Bréf um mótið: Lokamót aldursflokkamótaraðarinnar 2018
ÁMU