Darian og Kristján sigruðu í sínum flokki í Osló
Íslensku unglingarnir léku á seinni degi svæðismótsins í Osló sunnudaginn 16. apríl. Darian Adam Róbertsson Kinghorn sigraði í flokki Herrer F og var það hans annar sigur í flokki á mótinu. Kristján Ágúst Ármann vann í flokki Jenter/Gutter 15B. Þá varð Sól Kristínardóttir Mixa í 2. sæti í flokki Damer åben.
Eins og fyrri daginn léku íslensku leikmennirnir í nokkrum flokkum. Því miður virðist sem þau hafi þurft að gefa síðustu leikina á mótinu til að ná flugi heim en það voru í flestum tilfellum leikir í útsláttarkeppni sem hefðu getað leitt til verðlaunasæta á mótinu.
Þessi úrslit urðu helst hjá íslensku leikmönnunum sunnudaginn 16. apríl:
Darian Adam Róbertsson Kinghorn sigraði í flokki Herrer F og vann leik í flokki Herrer D.
Kristján Ágúst Ármann sigraði í flokki Jenter/Gutter 15B.
Sól Kristínardóttir Mixa varð í 2. sæti í flokknum Damer åben. Hún vann riðilinn í flokki Herrer D, komst í 16 manna úrslit en þurfti að gefa leikinn í útsláttarkeppninni.
Benedikt Jiyao Davíðsson varð í 3.-4. sæti í flokki Gutter 11.
Alexander Ivanov hafnaði í 5.-8. sæti í flokki Jenter/Gutter 15A. Hann náði í 16 manna úrslit í flokki Gutter 14A en virðist hafa þurft að gefa leikinn í útsláttarkeppninni.
Eiríkur Logi Gunnarsson hafnaði í 5.-8. sæti flokki Herrer A.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð í 5.-8. sæti i flokki Jenter/Gutter 15B.
Heiðar Leó Sölvason varð í 5.-8. sæti i flokki Jenter/Gutter 15B.
Þorbergur Freyr Pálmarsson vann riðilinn í flokki Herrer D, komst í 16 manna úrslit en þurfti að gefa leikinn í útsláttarkeppninni. Þá vann Þorbergur leik í riðlinum í flokki Herrer A.
Tómas Hinrik Holloway vann tvo leiki í riðlinum í flokki Gutter 14A og hefði átt að komast í 16 manna úrslit en í hans stað er sá sem var í 3. sæti settur þar inn skv. úrslitum á vefnum. Viðkomandi leikur í útsláttarkeppninni var svo gefinn.
Aðrir leikmenn sem unnu leiki en komust ekki upp úr riðlinum í útsláttarkeppnina, og eru þá ekki taldir innbyrðis leikir íslensku leikmannanna: Anton Óskar Ólafsson (bæði í flokki Jenter/Gutter 15A og Gutter 14A), Helena Árnadóttir (Jenter/Gutter 15B) og Lúkas André Ólason (Gutter 11).
Öll koma leikmennirnir reynslunni ríkari aftur heim.
Úrslit úr leikjum á mótinu má sjá hér: http://resultat.ondata.se/000971/