Davíð Jónsson, úr KR, verður eini keppandi Íslands á Evrópumeistaramótinu í borðtennis, sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi 18.-23. október. Davíð stundar nám í Slóvakíu og því er stutt ferðalag fyrir hann til að komast á mótið. Auk þess verður Árni Siemsen dómari á mótinu.

Með þátttöku Davíðs fæst keppnisréttur á heimsmeistaramótinu í borðtennis, sem haldið verður í lok maí 2017.

 

ÁMU