Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Davíð Jónsson og Gunnar Snorri Ragnarsson léku á Finlandia Open

Davíð Jónsson og Gunnar Snorri Ragnarsson úr KR tóku þátt í Finnlandia Open helgina 3.-6. desember. Mótið fór fram í Lohja. Þeir félagar tóku þátt í liðakeppni karla, en féllu úr leik fyrir Japan 1 í 1.  umferð.

Davíð og Gunnar léku einnig í einliðaleik karla og höfnuðu í 119. og 120. sæti. Skv. úrslitum mótsins áttu þeir að leika innbyrðis um sæti 119 en ekki eru skráð úrslit úr þeim leik. Keppendur á mótinu voru 128.

Davíð vann einn leik á mótinu, gegn Khayal Ashimli frá Azerbaijan (4-2). Hann tapaði svo fyrir leikmönnum frá Finnlandi, Spáni og Hollandi.

Gunnar Snorri tapaði gegn leikmönnum frá Ástralíu, Finnlandi og Rússlandi, og lék m.a. gegn Pavel Platonov frá Rússlandi, sem sigraði á mótinu. Hann fékk ódýran sigur gegn leikmanni frá Sviss, sem ekki mætti til leiks.

Þeir Davíð og Gunnar hafa báðir leikið landsleiki fyrir Íslands hönd en stunda nú nám erlendis. Davíð er við nám í Slóvakíu og Gunnar stundar nám í Gautaborg í Svíþjóð.

Á myndinni má sjá Davíð Jónsson á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík sl. sumar. Hlöðver Hlöðversson tók myndina.

 

ÁMU

Aðrar fréttir