Davíð og Aldís sigruðu í meistaraflokki á punktamóti KR
Davíð Jónsson og Aldís Rún Lárusdóttir, bæði úr KR, sigruðu í meistaraflokki á punktamóti KR í borðtennis, sem fram fór í KR-heimilinu við Frostaskjól í dag. Þau voru sigursæl um helgina, því þau unnu einnig sigur í liðakeppni Kjartansmótsins í gær.
Jóhannes Bjarki Tómasson úr KR sigraði í 1. flokki karla og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK í 1. flokki kvenna.
Breki Þórðarson úr KR var sigurvegari í 2. flokki karla og Sigurjóna Hauksdóttir úr BH í 2. flokki kvenna.
Þátttaka var góð og mikið um óvænt úrslit. Sérstaka athygli vakti góð frammistaða leikmanna úr 2. flokki karla, sem voru helmingur þeirra sem komust í 8 manna úrslit í 1. flokki karla.
ÁMU (uppfært 20.11.)
Verðlaunahafar í meistaraflokki karla (mynd: Finnur Hrafn Jónsson)