Dawid, Emma og Piotr heiðruð af Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar veitti íþróttamönnum og sjálfboðaliðum viðurkenningar í Reykjanesbæ sunnudaginn 21. janúar.
Borðtenniskona BR 2023 var valin Emma Niznianska, BR, og borðtenniskarl ársins var Dawid May-Majewski, BR.
Piotr Herman, formaður BR, fékk viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins.
Meðfylgjandi myndir frá Piotr Herman.