Deildakeppnin hefst á ný
Vegna tilslökunar á samkomubanni hefst keppni í Keldudeildinni á ný þann laugardaginn 16. janúar og verður leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þá fara fram leikir í 3. og 4. umferð keppninnar, sem áttu að fara fram 31. október.
Einnig verður leikið í suðurriðli 2. deildar sunnudaginn 17. janúar, en þá fara fram leikirnir sem áttu að spilast 1. nóvember.
Í norðurriðli verður leikið föstudaginn 15. janúar.