Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Deildakeppnin hefst um helgina

Deildakeppni BTÍ hefst í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi laugardaginn 2. október. Þá hefst keppni í Keldudeildinni kl. 10 og keppni í 2. deild hefst kl. 13.30. Sex lið leika í hvorri deild fyrir sig.

Fyrsti leikur í 1. deild kvenna verður ekki leikinn 2. október eins og kom fram á leikjaáætlun annars staðar á síðunni. Einnig hefur leik Samherja og Akurs í 2. deild, sem átti að fara fram fyrir norðan, verið frestað.

Sunnudaginn 3. október hefst keppni í suðvesturriðli 3. deildar kl. 10 og verður einnig leikið í Íþróttahúsi Snælandsskóla. Alls leika átta lið í riðlinum.

Keppni í suðurriðli 3. deildar hefst 17. október, og verður leikið á Hvolsvelli. Þar leika sex lið.

Í dálki hægra megin á síðunni, undir Nýtt á bordtennis.is má sjá hvaða lið mætast í umferðunum um helgina.

Aðrar fréttir