Deildarkeppni hefst um helgina
Borðtennistímabilið hefst fyrir alvöru um helgina þegar fyrsta deildarhelgin í karladeildum fer fram. Keppni í 1. deild og 2. deild karla fer fram laugardaginn 30. september í Snælandsskóla í húsnæði HK. Leikjaáætlun er komin á vefinn en 1. og 2. umferð verður leikin um helgina.
Keppni í 3. deild A og 3. deild B hefst á sunnudag 1. október í húsnæði ÍFR í Hátúni. Tvær umferðir verða leiknar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem deildarkeppni er haldin í húsnæði ÍFR. Leikjaáætlun er komin á vefinn.
Keppt verður eftir sama keppnisfyrirkomulagi og var tekið upp síðasta keppnistímabil.