Dímon-A, Garpur-A og Selfoss-A efst í suðurriðli 3. deildar
Keppni hófst í suðurriðli 3. deildar sunnudaginn 17. október, og voru leiknar tvær umferðir í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Leikmenn frá Garpi tóku í fyrsta skipti þátt í deildakeppni BTÍ, en Garpur á tvö lið í riðlinum.
A-lið Dímonar, A-lið Garps og A-lið Selfoss unnu báða leiki sína og hafa fullt hús stiga að loknum fyrsta leikdegi.
Úrslit úr einstökum leikjum
Umf. Selfoss-B – Umf. Selfoss-A 1-3
Garpur-B – Garpur-A 0-3
Umf. Selfoss-C – Dímon-A 1-3
Umf. Selfoss-A – Umf. Selfoss-C 3-0
Garpur-A – Umf. Selfoss-B 3-2
Dímon-A – Garpur-B 3-2
Ítarleg úrslit verða á næstunni sett inn á síðu deildarinnar á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=117A69DB-2E02-42E4-A310-A0F925B73075&draw=9
Næsti leikdagur í suðurriðli verður 31. október.
Á forsíðunni má sjá leikmenn í A-liði Garps, mynd frá Bæring Guðmundssyni.