Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Dómaranámskeið BTÍ laugardaginn 26. janúar

Laugardaginn 26. janúar nk. heldur BTÍ Landsdómaranámskeið í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal, Reykjavík. Námskeiðshaldari verður Alþjóðadómarinn Hannes Guðrúnarson. Námskeiðið stendur frá kl. 10:00-12:30 og verður þá gert stutt hlé.  Í framhaldi af því verður Landsdómaraprófið tekið. Verklegur hluti prófsins fer fram milli kl. 15 og 17 þannig að dómaraefni dæma einn leik (undir eftirliti) á Reykjavík International Games í TBR húsinu sem fram fer sama dag

Mikilvægt er fyrir hreyfinguna að nægur fjöldi landsdómara sé til staðar vegna móta innanlands. Þá veita landsdómararéttindi heimild til að taka Alþjóðadómarapróf ITTF en til að geta verið dómari á mótum ITTF þarf Alþjóðadómararéttindi.

Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér skriffæri og blöð og æskilegt er að vera með fartölvu. Þá er óskað eftir að þáttakendur renni yfir efni það sem er að finna á í dómarahorninu á vef BTÍ, sjá hlekk hér að neðan. Námskeiðsgjald verður kr. 1.500,- til að standa straum af kostnaði vegna veitinga í hléi og greiðist gjaldið á staðnum.

Skráningar berist BTÍ á netfangið [email protected].

Efni til lesturs fyrir prófið er hér.

Aðrar fréttir