Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Dómarapróf á fimmtudaginn hjá Garpi

Þann 18. nóvember klukkan 16:00 verður haldið landsdómarapróf í borðtennis. Prófið fer fram í Laugalandsskóla við Hellu. Prófið samanstendur af 25 fjölvalsspurningum og próftími er 1 klukkustund. Prófdómari er Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, alþjóðadómari ITTF. Þeir sem óska eftir lengri próftíma eða hjálparrúrræðum setji sig í samband við [email protected].

Til prófs eru reglur ITTF, dómaraglærupakkar 1 & -2 og dómarahandbók ITTF (á ensku). Allt námsefni til prófs er að finna undir flipanum Dómarahornið efst á þessari síðu. Próftakendum er sérstaklega ráðlagt að kynna sér vel glærupakka 1 & 2. Ekkert aldurstakmark er til að taka prófið.

Skráning fer fram í gegnum netfangið [email protected]. Skráningargjald er 1.500 krónur sem greiðist inn á bankareikning BTÍ, r.nr.: 0334 26 050073, kt.: 5812730109. Sendið afrit af greiðslunni á [email protected] með skýringu “DÓMARAPRÓF”. Aðeins þeir sem hafa greitt skrásetningargjald hafa próftökurétt.

Bent er á að aðeins dómarar með landsdómararéttindi eða alþjóðadómararéttindi fá greitt fyrir dómgæslu sína á mótum BTÍ. Spurningar og ábendingar berist til [email protected].

Aðrar fréttir