Dómarar á Íslandsmót unglinga
Vegna Íslandsmóts unglinga í borðtennis, sem haldið verður helgina 8.-9. maí, er óskað eftir dómurum til að dæma á mótinu. Nú geta keppendur á Íslandsmóti fullorðinna hjálpað til á unglingamótinu með sama hætti og yngri iðkendur og dómarar gerðu á síðasta Íslandsmóti.
Keppni fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog og hefst kl. 11:00 á laugardeginum. Greiddar verða 500 kr. fyrir hvern dæmdan leik.
Æskilegt er að dómarar geri boð á undan sér á [email protected] en það er þó ekki nauðsynlegt.