Dómarar óskast á leiki í 1. deild
Mótanefnd BTÍ hefur lagt áherslu á að ýta undir bætta dómgæslu á mótum á vegum BTÍ. Ein aðgerðin er að greiða fyrir dómgæslu í keppni í 1. deild í deildakeppni. Félög sem halda deildarkeppni eru beðin um að útvega dómara á leiki og BTÍ greiðir fyrir þeirra störf.
Dómarar með réttindi munu fá 500kr fyrir hvern leik en „flettarar“, þ.e.a.s. dómarar án réttinda, munu fá 250kr fyrir hvern leik.
Við hvetjum því áhugasama um að gefa sig fram við mótshaldara og fyrir þessa helgi eru það Víkingar. Hafið samband með því að senda póst á [email protected] eða gefið ykkur fram við Pétur Stephensen í TBR höllinni á morgun fyrir kl 13.30 þegar leikir hefjast í 1. deild karla.
Ef ekki finnst dómari utan leikmannahóps, þá skulu leikmenn ALLRA liða hjálpast að við að dæma (án greiðslu).