Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Dómurum fjölgar

Nokkur fjöldi nýtti sér tækifærið til að taka landsdómarapróf í borðtennis á fyrsta degi Íslandsmótisins um liðna helgi. Sjö þátttakendur stóðust prófið og mega nú með réttu kalla sig landsdómara. Þeim verður bætt á lista BTÍ yfir landsdómara á næstu dögum. Margir þeirra nýttu tækifærið og dæmdu sína fyrstu leiki um helgina með góðum árangri. Borðtennissambandið óskar þessum nýju dómurum velfarnarðar í starfi sínu.

Rétt er að minna á að landsdómarar fá greidda þóknun fyrir hvern dæmdan leik á Íslandsmótum, deildakeppni og í bikarkeppni BTÍ. Dómurum gefst næst tækifæri til að dæma á Íslandsmóti unglinga sem fer fram helgina 19.-20. mars í KR-heimilinu. Allt efni fyrir dómara er að finna undir flipanum Dómarahornið efst á þessari síðu, þar á meðal eyðublað sem dómarar fylla út til að fá sína þóknun greidda.

Áhugasamir um að skipuleggja dómarapróf skulu setja sig í samband við Jóhannes Bjarki í gegnum [email protected].

Aðrar fréttir