Drátturinn í Íslandsmótið aðgengilegur á vefnum – 50 ár frá fyrsta Íslandsmótinu
Dregið var í Íslandsmótið 2021 miðvikudaginn 3. mars. Drátturinn er aðgengilegur á vef mótsins hjá Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=E047C923-8731-46E7-AD0B-F8686ECAE0A8
Alls er 91 leikmaður skráður til leiks í 148 skráningum í keppnisflokkunum níu. Allir Íslandsmeistararnir í meistaraflokki frá fyrra ári mæta til leiks og freista þess að verja titla sína.
Í ár eru 50 ár liðin frá fyrsta Íslandsmótinu í borðtennis, sem var haldið árið 1971. Meðal Íslandsmeistara árið 1971 var Ólafur H. Ólafsson, Erninum, sem sigraði í tvíliðaleik ásamt Birki Þór Gunnarssyni. Ólafur er enn að og varð Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik 70 ára og eldri á Íslandsmóti öldunga í febrúar.