Dregið í riðla á EM í einstaklingsgreinum
Dregið hefur verið í riðla á EM í einstaklingsgreinum, sem fram fer í Linz í Austurríki 15.-20. október. Tveir íslenskir leikmenn taka þátt í mótinu, þeir Ingi Darvis Rodriguez og Matthías Þór Sandholt. Þeir leika í einliðaleik og saman í tvíliðaleik.
Matthías dróst í riðil 23, þar sem hann mætir fyrst Ioannis Sgouropoulos frá Grikklandi 15.10. kl. 11, svo Leon Benko frá Króatíu 16.10. kl. 14.
Ingi Darvis er í riðli 32 og leikur gegn Tiago Abiodun frá Portúgal 15.10. kl. 11.35, svo gegn Kristijan Sanojkovski frá Norður-Makedóníu 15.10. kl. 16.20 og loks Martin Andersen frá Danmörku þann 16.10. kl. 13.25.
Í tvíliðaleik mæta íslensku leikmennirnir þeim Andrii Grebeniuk og Mykyta Zavada frá Úkraínu 16.10. kl. 9.35. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi í tvíliðaleik. ´
Á forsíðunni er gömul mynd af Inga og Matthíasi úr myndasafni.