Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Drengjaliðið lagði Grænland á EM unglinga

Keppni í liðakeppni hélt áfram á EM unglinga í Malmö mánudaginn 15. júlí.

Júníorlið drengja vann fyrsta sigur liðsins á mótinu en liðið vann Grænland 3-2 í hörkuleik. Matthías Þór Sandholt vann báða sína leiki og Eiríkur Logi Gunnarsson vann 5. og síðasta leikinn 11-7 í oddalotu til að tryggja sigurinn. Áður hafði Alexander Ivanov tapað sínum leik 7-11 í oddalotu, en hann lék sem þriðji maður.
Liðið lék svo við Skotland og tapaði 1-3. Matthías vann fyrri leik sinn 3-0 en tapaði seinni leiknum 1-3. Aðrir leikir töpuðust 0-3.
Liðið hefur lokið keppni í Q-riðli, þar sem það lenti í 3. sæti af fjórum liðum. Liðið keppir um sæti 37-40 og keppir fyrst við Wales en mætir svo Írlandi eða Möltu í lokaleiknum.

Kadett lið meyja tapaði 0-3 fyrir Danmörku og 0-3 gegn Noregi. Helena Árnadóttir vann lotu í einliðaleik gegn Danmörku en engin lota vannst gegn Noregi.
Síðasti leikurinn hjá liðinu í O-riðli er gegn Wales þann 16. júlí. Með sigri leikur liðið um sæti 35.-36. en með tapi hefur liðið líklega lokið keppni í 37. sæti.

Kadett lið sveina var í fríi í dag, en keppir um sæti 35.-37 við Eistland og Kýpur þriðjudaginn 16. júlí.

Forsíðumynd frá Davíð Halldórssyni.

Aðrar fréttir