Drengjaliðið leikur um 38. sæti þann 18. júlí
Drengja- og sveinalið Íslands héldu áfram keppni á EM unglinga í Póllandi þann 17. júlí.
Drengjaliðið (16-18 ára) mætti Möltu, en tapaði viðureigninni 1-3. Eiríkur Logi vann eina leik Íslands, en hann lagði Conrad Puli 3-0 í 2. leiknum. Þorbergur lék fyrsta leikinn og tapaði 1-3 og Steinar lék sem 3. maður og tapaði í oddalotu.
Liðið hafnaði því í neðsta sæti í Q-riðli og leikur við Lettland um 38. sætið kl. 9 þann 18. júlí. Alls tóku 39 lið þátt í þessum flokki.
Sveinaliðið (15 ára og yngri) mætti Lettlandi í O-riðli og tapaði 0-3. Alexander tapaði í oddalotu eftir jafnan leik í fyrsta leiknum, en hinir leikirnir í viðureigninni töpuðust 0-3.
Liðið var í eina riðlinum sem í voru fjögur lið, og hefur lokið keppni. Liðið varð í 38. sæti. Liðin sem höfnuðu í 3. sæti í riðlum O, P og Q leika um sæti 35-37 þann 18. júlí.
Þann 19. júlí hefst svo keppni í einstaklingsgreinum. Dregið hefur verið í riðla og er hægt að sjá dráttinn á vef mótsins: https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/.
Forsíðumynd úr myndasafni.