Drengjaliðið varð í 33. sæti
Íslensku drengirnir luku keppni í 33. sæti af 38 liðum á EM unglinga, eftir 1-3 tap gegn Austurríki og 3-2 sigur gegn San Marínó. Björgvin vann sinn fyrsta leik á mótinu gegn San Marínó, svo þá höfðu allir leikmennirnir unnð leik. Fín frammistaða hjá strákunum!
Til gamans má nefna að England varð í 35. sæti en það er ekki oft sem Ísland lýkur keppni fyrir ofan England á borðtennismótum.
Einstaklingskeppnin hefst miðvikudaginn 21. júlí en þá leika drengirnir í einliðaleik og þeir Ingi og Matthías spila saman í tvíliðaleik. Hér má sjá þá leiki sem fara fram: https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/
Einnig er fylgst með strákunum á fésbókarsíðu BTÍ.
Úrslit úr einstökum leikjum
Ísland – Austurríki 1-3
- Ingi Darvis Rodriguez – Andre Pierre Kases 3-2 (6-11, 11-7, 8-11, 11-6, 11-8)
- Matthías Þór Sandholt – Lorenz Purstinger 1-3 (8-11, 11-8, 11-13, 8-11)
- Björgvin Ingi Ólafsson – Johannes Maad 0-3 (6-11, 6-11, 6-11)
- Matthías Þór Sandholt – Andre Pierre Kases 1-3 (11-13, 4-11, 11-7, 4-11)
Ísland – San Marínó 3-2
- Ingi Darvis Rodriguez – Andrea Morri 3-1 (11-4, 9-11, 11-9, 11-8)
- Matthías Þór Sandholt – Mattias Mongiusti 1-3 (3-11, 7-11, 11-8, 7-11)
- Björgvin Ingi Ólafsson – Lorenzo Piergiovanni 3-1 (11-6, 11-6, 7-11, 12-10)
- Ingi Darvis Rodriguez – Mattias Mongiusti 2-3 (8-11, 11-6, 7-11, 11-7, 8-11)
- Matthías Þór Sandholt – Andrea Morri 3-0 (11-6, 11-8, 11-4)