Einliðaleikur dagur 4
Kolfinna Bjarnadóttir lenti í A riðli með Xiaoxin Yang frá Monakó og Jessicu Pace frá Möltu. Fyrsti leikurinn var við Yang og var erfiður leikur. Um ofurefli var að ræða enda Yang nr. 44 í heiminum í dag. Kolfinna tapaði 3-0. Í seinni umferðinni keppti Kolfinna við Jessicu Pace og kom Kolfinna einbeitt til leiks. Hún vann fyrstu lotuna af mikilli baráttu og gaf ekkert eftir, hins vegar lenti hún undir 2-1. Kolfinna jafnaði því næst í 2-2 og oddalotan var jöfn og spennandi. Þrátt fyrir alla baráttuna tapaðist leikurinn 11- 6.
Guðrún G. Björnsdóttir dróst í D riðil með Sonju Jankovic frá Svartfjallalandi og Letizia Giardi frá San Marínó. Fyrsti leikurinn var við Jankovic og var greinilegt að Guðrún ætlaði sér að vinna. Allar loturnar voru tæpar, en endaði þó með 3-0 tapi Guðrúnar. Seinni leikurinn var gegn Letizia Giardi og þrátt fyrir fínan leik Guðrúnar dugði það ekki til og leikurinn tapaðist 3-0.
Magnús K. Magnússon var í B riðil með Irfan Cekic frá Svartfjallalandi og Damien Provost frá Mónako. Fyrsti leikurinn var við sigurvegara síðustu Smáþjóðleika Irfan Cekik og barðist Magnús fyrir hverju stigi og gaf ekkert eftir. Þrátt fyrir baráttuna var Cerik erfiður og vann hann leikinn 3-0. Næsti leikur Magnúsar var á móti Damien Provost og þrátt fyrir góðan leik þá dugði það ekki til og Magnús tapaði 3-0.
Davíð Jónsson dróst í A riðil með Marios Yiangou frá Kýpur og Anthony Peretty frá Mónakó. Fyrsti leikur var við Yiangou sem er stigahæsti leikmaðurinn á mótinu og átti Davíð hörku leik. Leikurinn endaði með 3-0 tapi Davíðs. Davíð keppti svo næsta leik við Anthony Peretti og byrjaði af hörku en Peretti var seigur og vann leikinn 3-0.
Í átta liða úrslitum karla mættust Xiaoxin Yang og Sonja Jankovic, Ulirka Quist, Letizia Giardi og Egle Tamasauskaite og í síðasta leiknum Jessica Pace og Sarah De Nutte.
Í átta liða úrslitum kvenna mættust Marios Yiangou og Traian Ciociu, Irfan Cekic og Lorenzo Ragni og Gilles Michely og Damian Provost og í síðasta leiknum Luka Bakic og Anthony Peretti.
Í undanúrslitum karla mætast Marios Yiangou og Irfan Cekic, Luka Bakic og Damien Provost. Leikirnir hefjast klukkan 10:00 06.06.15.
Í undanúrslitum kvenna mætast Xiaoxin Yang, Viktoria Lucenkova og Sarah De Nutte og Egle Tamasauskaite. Leikirnir hefjast klukkan 10:30