Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Eiríkur Logi íþróttamaður KR

Nýlega var Eiríkur Logi Gunnarsson borðtennismaður útnefndur íþróttamaður KR. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Eirík Loga og viðurkenning á hans góða árangri undanfarin ár. Óhætt er að segja að þetta sé jafnframt góð viðurkenning fyrir borðtennisíþróttina og greinilegt að KR-ingar fylgjast vel með árangri síns fólks í borðtennis.

Til hamingju Eiríkur Logi!

Myndin er af Eiríki Loga með verðlaunagrip sinn sem Íþróttamaður KR.

Aðrar fréttir