Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Eiríkur Logi og Alexía hækkuðu mest á styrkleikalistanum 2019-2020

Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júní 2019 til 1. júní 2020 en hann bætti sig um 227 stig á milli ára. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH, hækkaði mest kvenna á listanum á sama tíma, eða um 116 stig.

Alexía var eina konan, sem hækkaði um meira en 100 stig á listanum á milli ára, en auk Eiríks náðu sex karlar því takmarki: Reynir Georgsson, HK, hækkaði næstmest eða um 196 stig og Ladislav Haluska, Víkingi, hækkaði um 165 stig. Þá komu Gestur Gunnarsson, KR (135 stig), Guðjón Páll Tómasson, KR (126 stig), Óskar Agnarsson, HK (123 stig) og Thomas Charukevic, BH (115 stig).

Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH, bætti sig næstmest kvenna, eða um 77 stig og Berglind Anna Magnúsdóttir, KR, bætti við sig 66 stigum.

Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júní 2020 og 1. júní 2019 hafi ekki tekið þátt í mótum keppnistímabilið 2019-2020. Í viðhengjum er merkt við nokkra þeirra, sem komu aftur inn á listann með gömul styrkleikastig og við þá nýju leikmenn, sem voru metnir inn á listann vegna árangurs á sínu fyrsta móti, en sú merking er ekki tæmandi.

Vegna COVID-19 faraldursins féllu nokkur mót niður vorið 2019, þar á meðal Íslandsmót öldunga. Öðrum mótum var frestað til haustsins, s.s. Íslandsmóti unglinga og úrslitum í deildarkeppni BTÍ. Stig vegna þeirra koma því ekki með í þetta uppgjör og því eru færri mót að baki þessum tölum en undanfarin ár.

Sjá nánar í viðhengjum:

Aðrar fréttir