Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Eiríkur Logi og Lára sigruðu á punktamóti Dímonar á sumardaginn fyrsta

Punktamót Íþróttafélagsins Dímonar var haldið að venju á sumardaginn fyrsta á Hvolsvelli.

Til leiks mættu 25 keppendur sem allir luku keppni. Keppt var í 2. flokki kvenna og karla. Mótið hófst  kl. 11:00 og því lauk kl. 15:00.

Sigurvegari í kvennaflokki var Lára Ívarsdóttir, KR og vann hún alla leiki sína, fjóra talsins. Annað sæti hlaut Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR, með tvo vinninga. Í þriðja sæti varð Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR, einnig með tvo vinninga og Alexia Kristínardóttir Mixa, BH varð fjórða, sömuleiðis með tvo vinninga.

Í karlaflokki varð sigurvegari Eiríkur Logi Gunnarsson, KR. Í öðru sæti varð Guðmundur Örn Halldórsson, KR. Í þriðja til fjórða sæti urðu Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi og Kamil Mocek, Víkingi.

Sigurvegararnir í hvorum flokki hlutu gjafabréf í hestaferð á Njáluslóðir frá Lárusi Ág. Bragasyni, 16 tommu  pizzu í Björkinni á Hvolsvelli og tíu miða sundkort í sundlaugina á Hvolsvelli.

Mótið tókst í alla staði vel og fóru keppendur glaðir út í sumarið. Stjórnendur mótsins, Ólafur Elí Magnússon og Ásta Laufey Sigurðardóttir þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

ÁMU, byggt á frétt frá Dímoni

Aðrar fréttir