Ellefu nýir landsdómarar
Í liðinni viku var haldið landsdómarapróf í borðtennis í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal. Prófinu lauk þannig að ellefu nýir dómarar hlutu landsdómararéttindi í borðtennis. Eru þeir boðnir velkomnir í stéttina. Listi BTÍ yfir landsdómara er undir Dómarahorninu hér efst á síðunni. Hann hefur verið uppfærður eftir próf vikunnar.
Sérstaklega ber að nefna það að Borðtennisdeild Selfoss hlaut sína fyrstu landsdómara um helgina. Aðrir dómarar komu úr deildum BH, HK, KR og Víkings. Ungir iðkendur voru sérstaklega áberandi meðal próftakenda og þeim tókst að lækka nokkuð meðalaldur landsdómara á Íslandi.